Gáttaþefur sá ellefti

Gáttaþefur gaf í skóinn í nótt hjá þeim sem sofnuðu snemma og höguðu sér vel. Er það í hrópandi mótsögn við þá staðreynd að þeir eru þekktir fyrir að kenna börnum hyskni og ósiði alla. Þorsteinn Broddason heldur áfram að túlka sveinana í skopmyndum sínum.

Ellefti var Gáttaþefur
-aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.

 Jóhannes úr Kötlum

Fleiri fréttir