Gauti Íslandsmeistari

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti

, fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 10.-11. júlí. Keppendur voru nálægt 200 talsins frá 13 félögum og samböndum.  UMSS átti 7 keppendur á mótinu sem allir bættu sinn fyrri árangur.

Gauti Ásbjörnsson varð Íslandsmeistari í stangarstökki, hann náði sínum besta árangri, stökk 4,72m, og hefur nú bætt árangur sinn um 22cm í sumar.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, sem er aðeins 14 ára, vann til bronsverðlauna í hástökki kvenna, stökk 1,58m. Hún varð einnig í 5. sæti í 100m grind. á 16,20sek (persónulegt met).

Árangur hennar í grindahlaupinu er ný skagfirsk héraðsmet í flokkum telpna (13-14), meyja (15-16), stúlkna (17-18), kvenunglinga (19-20) og ungkvenna (21-22). Glæsilegur árangur það !

Halldór Örn Kristjánsson vann til bronsverðlauna í 400m grindahlaupi karla, hljóp á 60,33sek. Hann varð einnig í 4. sæti í 110m grind. á 17,35sek (pm).

Guðrún Ósk Gestsdóttir varð í 5 sæti langstökki með 5,00m, og í 6. sæti í 100m grind. á 16,62sek (pm). Þá bætti hún sig í 100m hlaupi (13,49sek).

Árni Rúnar Hrólfsson varð í 6. sæti í 800m á 2:03,52mín (pm).

Jóhann Björn Sigurbjörnsson bætti árangur sinn í 100m verulega (12,10sek), sama gerði Daníel Þórarinsson (12,21sek). Þeir bættu sig líka í 200m, en meðvindur var yfir mörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir