Gerðu eitthvað fallegt fyrir kærastann þinn í dag

Það eru til nokkrir dagar til að fagna konum og þeirra hlutverki í lífinu eins og t.d Mæðradagurinn, Eiginkonudagurinn, Kærustudagurinn og Konudagurinn en það er ekki margir dagar til að gleðjast yfir þeim einstaklingi sem þarf að þola þær og allt þeirra tuð á hverjum degi nema kannski Bóndadagurinn.

En í dag er alþjóðlegi Kærastadagurinn og því tilvalið að sýna karlpeningnum hversu mikils virði þeir eru ykkur elsku konur.

Íslendingar fagna reyndar ekki öllum þessum dögum sem ég taldi upp hér áðan en mér finnst við ættum að nýta alla þá daga sem við getum til að gera vel við okkar nánasta fólk því við vitum aldrei hvað gerist á morgun. 

Ég vil auðvitað hvetja alla þá sem eru giftir til að taka þátt í þessu líka því þið voruð jú auðvitað einhvertíma kærustupar:)

kveðja Sigga sigga sigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir