Gert ráð fyrir 113 m.kr. rekstrarafgangi hjá Svf. Skagafirði fyrir árið 2019

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar voru helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar hjá sveitarfélaginu kynntar fyrir árið 2019. Samkvæmt þeim má gera ráð fyrir að rekstrartekjur nemi 5.331 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 4.695 m.kr. 

Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 4.693 m.kr., þar af A-hluti 4.326 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 638 m.kr. Afskriftir nema 221 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 304 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 113 m.kr.

Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 369 m.kr. Afskriftir nema 129 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 239 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 1 m.kr.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2019, 9.386 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 7.232 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 6.941 m.kr. Þar af hjá A-hluta 6.023 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.445 m.kr hjá samstæðunni og hjá A-hluta 1.209 m.kr.

Verður fjárhagsáætluninni 2019-2023 vísað til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir