Getur þú haft einhvern búhnykk úr bæjarlæknum?
Þriðjudagskvöldið 21. mars kl. 20:00 heldur Húnavatnshreppur, í samstarfi við Háskólann á Hólum, kynningarfund um bleikjueldi í Húnavallaskóla.
Þar mun Ólafur Ingi Sigurgeirsson, lektor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum flytja fyrirlestur og leitast svara við eftirfarandi spurningum.
Hvers konar fiskur er beikja?
- Um núverandi stöðu í bleikjueldi (hverjir eru að framleiða hvað og hvernig).
- Hvaða verð fæst fyrir afurðina og hverjir eru makaðirnir?
- Hverjar eru horfurnar?
Hver væru fyrstu skrefin við að kanna möguleika sína til bleikjueldis?
- Hvað þarf til? Hvað þarf mikið vatn? Hvað hefur áhrif á vaxtarhraða?
- Hverskonar eldisdýr er bleikja?
Eldisrými og tæknilegar úrlausnir - hvað þarf til og til hvers þarf að taka tillit?
- Hverjir eru helstu kostnaðarliðir?
- Hvaða áhrif hefur framleiðslutíminn -(vaxtarhraðinn sem er tengdur umhverfisskilyrðum) á framleiðslukostnað?
- Er þetta að skila einhverju?
Ýmsir þröskuldar og forarpyttir í bleikjueldi - frá vöggu til grafar.