Gildandi Covid-takmarkanir framlengdar til 2. febrúar

Mynd af vef stjórnarráðsins/Hari.
Mynd af vef stjórnarráðsins/Hari.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Á vef stjórnarráðsins segir að ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið.

Þannig helst hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eða 20 manns með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þó eru undantekningar varðandi 50 gesti á sitjandi viðburðum og varðandi 200 gesti með neikvætt hraðpróf. Börn eru ekki undanþegin fjöldatakmörkunum.
Samhliða nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ráðherra til hagræðis sett sérstaka reglugerð um skólastarf, líkt og gert hefur verið á fyrri stigum faraldursins.

Reglugerðina má nálgast á stjornarradid.is eða covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir