Góð gjöf til Árskóla

Á dögunum gáfu konur í Lionsklúbbnum Björk í Skagafirði Árskóla 2 saumavélar til notkunar í textílmennt í skólanum.

 Á heimasíðu Árskóla eru konunum færðar bestu þakkir fyrir góðar gjafir sem eiga eftir að nýtast vel.

 Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við afhendingu gjafarinnar eru frá vinstri: Óskar G. Björnsson skólastjóri, Anna Sigríður Friðriksdóttir, Anna Pála Þorsteinsdóttir, Brynja Ingimundardóttir, Kristín Sveinsdóttir, Steinunn Ámundadóttir og Hallfríður Sverrisdóttir aðstoðarskólastjóri.

Fleiri fréttir