Góð ráð við húsþrif
Þegar kemur að því að þrífa húsið er gott að kunna réttu brögðin við húsþrifin. Margir hafa það enn fyrir sið að gera hreint fyrir jólin og byrja þá gjarnan um þetta leyti að huga að hreingerningu. Feykir.is lumar á nokkrum brögðum sem létta okkur jólahreingerninguna þetta árið.
Gluggaþvottur
Setja dash af mýkingarefni út í vatnið þegar er verið að þrífa rúður.
Þrífa gluggana með kaffipokum. Kemur engin ló eins og með tuskunum.
Við þrif á gluggum er gott að nota edik+ vatn í brúsa og strjúka af með örtrefjaklút.
Baðherbergið
Setja edik út í vatnið þegar er verið að þrífa baðflísarnar
Bílabón á flísarnar á baðinu, halda glansanum í ár.
EF sturtuhausinn er farinn að dreifa vatninu illa, þ.e. mikil kísill búinn að safnast fyrir í honum, er gott að láta hann liggja í kóki yfir nótt. Þá losnar allur kísill úr honum og hann verður eins og nýr.
Ef þú þrífur rimlagardínur í baðkerinu, leystu þá upp 1 uppþvottarvélarkubb í vatnið og allt rennur af.
Gólfþrif
Til þess að fá gljáa á parket er best að skúra upp úr Lúx spæni. Eftir 2-3 skipti er parketið komið með ofsalega fallegan gljáa.
Setja smá edik í vatnið í stað sápu.
Stofan
Mýkingarefni: Er afrafmagnandi og stórsniðugt til þess að m.a strjúka af rimlagardínum og rafmagnstækjum! Blandið mýkingarefninu við vatn og vindið tusku uppúr því.
Ef þú þrífur rimlagardínur í baðkerinu, leystu þá upp 1 uppþvottarvélarkubb í vatnið og allt rennur af.
Til þess að þrífa skýjaða blómavasa er gott að fylla þá af vatni og setja fullt af salti og þá verða þeir aftur glærir og fínir.
Þurrka af með ónýtu nælonsokkunum/sokkabuxunum, þeir draga í sig rykið. Mjög þægilegt, henda þeim síðan bara.