Góð þátttaka í Mannamóti 2026

Frá Mannamóti 2026. MYND AF SSNV
Frá Mannamóti 2026. MYND AF SSNV
Á heimasíðu SSNV er sagt frá því að vel hafi verið mætt á Mannamót sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í gær þar sem fulltrúar Norðurlands vestra voru áberandi og kynntu fjölbreytta og öfluga ferðaþjónustu á svæðinu. Þar áttu ferðaþjónustuaðilar svæðisins góð samtöl við ferðaskipuleggjendur og aðra fagaðila, kynntu sína starfsemi og sköpuðu ný tengsl til framtíðar.
 

Mannamót, sem haldið er af markaðsstofum landshlutanna, er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir ferðaþjónustuna. Þar gefst tækifæri til að kynna áfangastaði, vörur og þjónustu beint fyrir þeim sem móta ferðir og upplifanir ferðamanna, auk þess að hitta aðra aðila úr greininni, deila reynslu og efla samstarf.

 

Sjá nánar á síðu SSNV >

Fleiri fréttir