Góður sigur hjá Tindastól áfram í baráttunni um að komast upp um deild

Tindastólsliðið var sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn.  Byrjunarlið Tindastóls var þannig; Arnar Magnús, Loftur, Donni, Bjarki, Pálmi, Árni Einar, Alli, Árni, Arnar Sig, Ingvi Hrannar og Kristinn Aron.

Fyrri leikur þessara liða endaði með 2-2 jafntefli og ´Tindastóll því í vænlegri stöðu.  Þegar Kristinn Aron skoraði markið í fyrri hálfleik þurftu gestirnir að skora tvö mörk og það reyndist þeim ofviða.

Tindastólsliðið lék oft á tíðum ákaflega vel og hefði getað verið amk. með tveggja marka forystu í hálfleik.

Undir lok fyrri hálfleiks komst Magni aðeins inn í leikinn en markvörður og varnarmenn Tindastóls stóðu fyrir sínu.

Í seinni hálfleik var Tindastóll áfram með undirtökin og sigur þeirra í raun aldrei í hættu.  Eins og í þeim fyrri hefðu þeir getað bætt við nokkrum mörkum en náðu ekki að nýta færi sín og úrslitið 1-0 og það dugði.

Snorri, Atli, Böddi, Konni og Arnar Skúlu komu allir inná og áttu fínar innkomur.  Allt liðið stóð sig vel og eiga allir hrós skilið fyrir þeirra framlag.

Jóhannes Valgeirsson dómari leiksins komst eins afar vel frá sínu hlutverki.

Tindastóll er því áfram í baráttu um sæti í annarri deild að ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir