Golfarar þreyttir á óþef

Formaður Golfklúbbs Sauðárkróks hefur sent sveitarfélaginu Skagafirði erindi þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið geri ráðstafanir strax til þess að koma í veg fyrir að megn óþefur sorpurðunarsvæðinu á Skarðsmóum berist yfir golfvöllinn og bæinn þegar vindáttinni hagar svo.

Byggðaráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að fela umhverfis- og tæknisviði sveitarfélagsins að kanna málið og hvort úrbóta sé þörf. Þá minna fulltrúar byggðarást golfara á að í haust leggist sorpurðun af á núverandi urðunarstað og sorp flutt framvegis til urðunar í Stekkjarvík í A-Hún

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir