Gosi spýtustrákur heimsækir Norðurland

Leikhópurinn Lotta verður á ferðinni á Norðurlandi um helgina og sýnir bæði á Blönduósi og á Sauðárkróki.  „Í sumar hefur hópurinn ákveðið að kynnast betur spýtustráknum Gosa og ber nýjasta leikritið nafn hans. Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og visa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi. Fleira skal ekki gefið upp að sinni enda sjón sögu ríkari," segir í fréttatilkynningu frá hópnum.

Sýningar Lottu eru ævinlega haldnar utandyra og því er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri en gert er ráð fyrir úrkomu á Norðurlandi vestra um helgina.

Sýnt verður á Káratúni (Þríhyrnu) á Blönduósi á sunnudag klukkan 1:00 og í Litla skógi á Sauðárkróki á sunnudag klukkan 16:00.
29. júlí verður leikhópurinn svo á Hvammstanga og sýnir á Mjólkurstöðvartúninu klukkan 17:00.

Hægt er að nálgast sýningaplan leikhópsins á Facebooksíðu hans.
Sjá einnig: Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir