Grænfánahátíð austan Vatna

 

 
Á undanförnum misserum hafa leik- og grunnskólinn austan Vatna unnið að innleiðingu vistvænna vinnubragða í störfum sínum, þar sem bæði nemendur og starfsfólk hafa tekið þátt. N.k. mánudag 6. september mun fulltrúi frá Landvernd afhenda þessum skólum Grænfánann sem er alþjóðleg viðurkenning á umhverfismennt í skólum.

 Af því tilefni verður haldin vegleg hátíð. Börnin í þessum skólum hafa verið afar dugleg í umhverfismálum og eiga þessa viðurkenningu sannarlega skilið.

Dagskrá dagsins:

Kl. 9:30 Grænfáninn afhentur í Sólgörðum og Bangsabæ.kl. 11:00 Grænfáninn afhentur í Barnaborg og það verður farið í skrúðgöngu í Grunnskólann og fáninn dreginn þar að húni. kl. 13:00 Grænfáninn afhentur fyrst í Brúsabæ og svo Grunnskólanum.

Á öllum stöðum verður boðið upp á veitingar og eru íbúar hvattir til þess að mæta og fagna þessum áfanga með heimamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir