Grafarós skoðaður á sunnudaginn

Menningarminjadagur Evrópu hér á landi verður haldinn sunnudaginn 5. september n.k. og verður þema dagsins að þessu sinni sjávar- og strandminjar. Í tilefni dagsins mun  Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra kynna verslunarstaðinn Grafarós sunnan við Hofsós klukkan 14:00.

Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is

Þeir sem ætla sér að hlýða á forvitnilegt erindi Þórs skulu mæta við upplýsingaskiltið við Grafarós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir