Gylfi Ægisson í Miðgarði
Gylfi Ægisson ætlar að halda tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði nk. sunnudagskvöld, þann 10. júní. Þar mun hann syngja lög sín, fara með gamanmál en einnig verður hin gríðarvinsæla sýning hans „Á frívaktinni“ á dagskránni, segir í fréttatilkynningu.
Gylfi er á ferðinni þessa dagana og sýnir „Á frívaktinni“ víðs vegar um landið, meðal annars á Græna Hattinum á Akureyri og á Rauðku á Siglufirði.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.000 kr.