Hæfnihringir fyrir konur í atvinnurekstri á landsbyggðinni

Mynd:ssnv.is
Mynd:ssnv.is

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Austurbrú, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofa bjóða konum í atvinnurekstri á landsbyggðinni upp á svokallaða Hæfnihringi, fræðslu og stuðning sem stýrt er af leiðbeinendum í gegnum netforritið Zoom.

Á vef SSNV segir að Hæfnihringir séu byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinendum í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit.

Konunum gefst tækifæri til að:

  • Deila sínum áskorunum, verkefnum og tækifærum með öðrum konum og fá ráðleggingar á jafningjagrundvelli.
  • Vera í mátulega krefjandi en samt öruggu umhverfi þar sem hugmyndir má reyna og þróa.
  • Stækka tengslanet sitt með konum sem eru í svipuðum sporum.

Skráning og nánari upplýsingar eru hér á vef SSNV

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir