Hætt við að bjóða út tryggingar

Formaður Byggðarráðs Skagafjarðar lagði til á fundi Byggðarráðs í gær að formlegri uppsögn trygginga sveitarfélagsins við VÍS yrði frestað. Til stóð að segja tryggingunum upp frá og með áramótum og leita tilboða í tryggingar sveitarfélagsins.
Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskuðu bókað á fundinum  að þau telji eðlilegt og hagkvæmt að bjóða út tryggingapakka sveitarfélagins eins og ráð var fyrir gert, enda liggi engin gögn fyrir í málinu sem benda til þess að skynsamlegt sé að fresta útboði.

Fleiri fréttir