Hálft hundrað milljóna á Þrístapa

Í úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2021 fékk Húnavatnshreppur 51.500.000.- krónur til uppbyggingar á Þrístöpum, aðkomusvæði, bílastæði, stígagerð og fræðsluskilti.
Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að styrkurinn sé veittur til að ganga frá aðkomuplani með grjótpollum, cortenstálhliði og girðingu, hellulögn og tilheyrandi jarðvinnu. Hlaðinn verður 23 metra langur og 0,8 m hár veggur við áningarstaðinn og hellulagður áningarstaður með náttúrusteini. Göngustígur um minjasvæðið verður hellulagður og fræðsluskilti sett upp.