Handverkshátíð með óhefðbundnu sniði og í samstarfi við Matarstíg Helga magra

Frá Handverkshátíð 2019. Mynd af esveit.is.
Frá Handverkshátíð 2019. Mynd af esveit.is.

Stjórn og aðstandendur Handverkshátíðar, sem fram fer á Hrafnagili i Eyjafjarðarsveit, hefur tekið ákvörðun um að hátíðin muni fara fram með óhefðbundnu sniði í ár vegna óvissu um áhrif heimsfaraldurs. Handverkshátíð og Matarstígur Helga magra hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit.

Þá verður félagasamtökum, handverksfólki, matvælaframleiðendum og öðrum þjónustuaðilum í sveitarfélaginu boðið að setja upp dagskrá hjá sér og auglýsa í tengslum við dagskrá Handverkshátíðar og Matarstígs Helga magra árið 2021. Með þessu vilja stjórn og aðrir aðstandendur Handverkshátíðar halda nafni hátíðarinnar á lofti og stuðla að skemmtilegum viðburðum víðsvegar um Eyjafjarðarsveit á árinu 2021 í góðu samstarfi við Matarstíg Helga magra.

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit hefur verið haldin á hverju ári, 28 ár í röð, allt þar til í fyrra þegar áhrif af Covid 19 setti strik í reikninginn. Aðstandendur telja að eðli hátíðarinnar sé þannig að ekki sé ábyrgt að halda hana með óhefðbundnu sniði þar sem svo margir sýnendur og gestir koma saman á stuttum tíma en um 10-15 þúsund gestir og yfir 100 sýnendur sækja Handverkshátíðina ár hvert.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir