Hannes Ingi aftur á parketið með Stólunum

Hannes Ingi – ætli hann leggi þá píluna á hilluna núna? MYND: DAVÍÐ MÁR
Hannes Ingi – ætli hann leggi þá píluna á hilluna núna? MYND: DAVÍÐ MÁR

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir frá þeim ánægjulegu tíðindum að stuðningsmannauppáhaldið Hannes Ingi Másson hafi ákveðið að draga fram skóna á ný eftir að hafa geymt þá á hillunni góðu í eitt tímabil. „Hannes sá það á þessu eina ári að hann er allt of ungur til þess að leggja skóna á hilluna,“ segir í tilkynningunni.

Hannes er eini leikmaður Stólanna sem er frá Hvammstanga en í tilkynningunni segir einnig að hann sé „...frábær liðsmaður og stjórnar stemningunni í klefanum með almennri gleði og fjöri, góður varnarmaður og með gott skot. Það verður frábært að sjá hann á parketinu í vetur.“

Hannes gerði eins árs samning við kkd. Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir