Heilsuátak í Húnvatnssýslu

Heilsuátak í Húnvatnssýslu hefst laugardaginn 23. október og stendur í fjórar vikur til laugardagsins 20. nóvember. Lágmarkshreyfing er 30 mínútur á dag, hver á sínum hraða, allir með - úti sem inni.

Einstaklingar/hópstjórar skrá samviskusamlega alla hreyfingu á eyðublað sem hægt er að nálgast hjá starfsfólki Íþróttamiðstöðvarinnar og á heimasíðu Íþróttamiðstöðvarinnar. Skila þarf eyðublaðinu útfylltu í lok átaks til starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar. Þeir hópar og einstaklingar sem hreyfa sig mest að meðaltali vinna keppnina.

Allar upplýsingar  um átakið má finna á heimasíðu Íþróttamiðstöðvarinnar www.blonduskoli.is/ib

Fleiri fréttir