Heitavatnslaust miðvikudaginn 22. nóvember

Heitavatnslaust út að austan á morgun miðvikudag 22. nóv.

Leki er á stofnlögn hitaveitu á Höfðaströnd nokkru sunnan við Höfða. Til að viðgerð geti farið fram mun þurfa að loka fyrir rennsli á morgun miðvikudag 22 nóvember. Vinnan mun hefjast um kl. 10 og stendur fram eftir degi. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Höfða og innúr, það er að Neðra-Ási og Viðvík og einnig á Hofsósi.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir