Helgi í eins leiks bann

Helgi Rafn Viggósson

Helgi Rafn Viggósson leikmaður og fyrirliði Tindastóls í körfubolta, var á fundi aganefndar KKÍ, dæmdur í eins leiks bann, fyrir óhófleg mótmæli í leiknum gegn FSu á dögunum, eins og segir í úrskurði nefndarinnar.

 

 

Helgi missir því af næsta leik Tindastóls, sem verður útileikur gegn Grindavík á föstudagskvöld. Þegar blaðamaður Feykis hafði samband við Helga í gær var hann ekki búinn að fá fréttina. -Þú ert að segja mér fréttir. Mér fannst ég ekki vera með það mikil leiðindi að ég ætti skilið að vera rekinn út úr húsi. Ég veit að sem fyrirliði á ég ekki að haga mér svona en mér finnst þetta samt harður dómur, segir Helgi Rafn og segist hlakka til að spila þá næsta leik þann 30. okt.

Fleiri fréttir