Héraðsmót USAH á morgun og hinn

 

Héraðsmótið Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) verður haldið dagana 1. og 2. júlí næstkomandi á Blönduósvelli. Hefst mótið klukkan 18:00 báða dagana. Skráning fer fram á staðnum. Öllum félögum innan USAH er heimil þátttaka. Verðlaunaafhending fer fram að mótinu loknu.

Landsvirkjun styrkir Héraðsmót USAH að þessu sinni.

Sú breyting er nú á mótinu að það er 10 ára aldurstakmark þar sem yngri þátttakendur geta keppt á Barnamótinu. Eins er sú breyting að engin úrslit eru í stökkum og köstum og eru því einungis fjögur köst eða stökk á mann.

Eftirtaldar keppnisgreinar eru í boði:

Stelpur og strákar 10-12 ára (fædd 1997-1999): 60m hlaup, 800m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp.

Telpur og piltar 13-14 ára (1995-1996): 100m hlaup, 800m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast og kúluvarp.

Meyjar og sveinar 15-16 ára (1993-1994): 100m hlaup, 200m hlaup, 800m hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast, kúluvarp og kringlukast.

Konur og karlar 17 ára og eldri (1992 og fyrr): 100m hlaup, 200m hlaup, 800m hlaup (konur), 1500m (karlar), langstökk, þrístökk, hástökk, spjótkast, kúluvarp og kringlukast.

Fleiri fréttir