Hinn sanni jólaandi í Blönduskóla

Blönduskóli. Mynd:FE
Blönduskóli. Mynd:FE

Það ríkti sannur jólaandi hjá nemendum og starfsfólki Blönduskóla fyrir jólin þegar átta af tíu bekkjum skólans, sem og starfsfólk, tóku sig saman og gáfu peninga til góðra málefna fyrir hátíðirnar. Það voru verkefni SOS-Barnahjálpar, UNICEF og Jólasjóður RKÍ sem fengu að njóta gjafmildi þeirra að þessu sinni. 
Á Facebooksíðu Blönduskóla segir að nemendalýðæði hafi verið í fyrirrúmi þegar ákveðið var með hvaða hætti þeim peningum sem upphaflega voru hugsaðir til jólagjafa var ráðstafað. Í nokkrum bekkjum unnu nemendur sér inn peninga með því að hjálpa til heima og leggja lihönd á plóg við hin ýmsu störf sem inna þarf af hendi fyrir jólin. 

Það er óhætt að segja að þetta sé eftirtektarvert framtak hjá Blönduskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir