Hljómsveitin Sérfræðingar að sunnan á tónleikaferðalagi um Norðurland

Það ætti enginn sannur hippatónlistaraðdáandi að láta Sérfræðingana fara fram hjá sér. Mynd af Facebook.
Það ætti enginn sannur hippatónlistaraðdáandi að láta Sérfræðingana fara fram hjá sér. Mynd af Facebook.

Það eru hippar enn á ferð, þó fjórða iðnbyltingin sé handan við hornið, segir Skagfirðingurinn Hermann Sæmundsson en hljómsveit hans Sérfræðingar að sunnan ætla að renna þjóðveginn norður og spila gamla og góða tónlist, fyrst á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga miðvikudaginn 25. júlí, en tónleikarnir er liður í hátíðinni Eldur í Húnaþingi.  

Fimmtudaginn 26. júlí verður svo rennt í Skagafjörðinn og leikið á veitingastaðnum Kaffi Krók á Sauðárkróki. Þar hitar hin unga og efnilega tónlistarkona Áróra Árnadóttir upp fyrir sveitina. Hljómsveitin er hins vegar óbókuð 27. júlí, segir á Facebook en þar má einnig lesa að Sérfræðingar að sunnan var stofnuð árið 2017 og er tilgangurinn hennar að veita hljómsveitarmeðlimum gleði og ánægju, og skemmta öðrum í leiðinni. Hljómsveitin spilar mestmegnis geðgóða hippatónlist frá gullaldarárunum í kringum 1970, má þar nefna Beatles, Hollies, America, Doobie Brothers, Beach boys og marga fleiri.

Sérfræðingar að sunnan er skipuð eftirfarandi meðlimum:
Björgvin Fannar Björnsson, söngur og congas
Björn Hannesson, trommur
Halldór Gunnarsson, hljómborð, píanó, munnharpa, söngur og bakraddir
Hermann Sæmundsson, kassagítar
Íris Jónsdóttir, söngur
Ólafur Gunnarsson, rafgítar og kassagítar
Lárus Halldór Grímsson, flauta, saxófónn, hljómborð, píanó og bakraddir
Sigurður Egilsson, bassi og bakraddir

Ókeypis inn er á tónleikana.
Líf og fjör – rokk og ról!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir