Hofsós á toppnum hjá The Travel

Vesturfarasetrið á Hofsósi.MYND AF FACEBOOK
Vesturfarasetrið á Hofsósi.MYND AF FACEBOOK

Ferðavefurinn The Travel tók saman lista yfir tíu bæi á Íslandi sem gaman er að heimsækja, fyrir utan höfuðborg okkar Íslendinga Reykjavík sem oft er fyrsti viðkomustaður ferðamann sem koma hingað til lands. Það sem vekur athygli og er sérstaklega skemmtilegt að sjá er að Hofsós vermir toppsæti þessa lista.

Hofsós er þorp sem staðsett er í austanverðum Skagafirði nánar tiltekið á Höfðaströnd. Í umsögninni um Hofsós segir; að sundlaugin hafa sérstakt aðdráttarafl og sé helsta ástæða þess að Hofsós sé á toppnum. Hægt sé að njóta í heitu vatni með útsýni yfir hafið og fjöllin í kring. Fyrir utan sundlaugina býður Hofsós uppá fleira, hægt sé að fara í gönguferðir, skoða Vesturfarasetrið til að fræðast um fólksflutninga frá Íslandi til Vesturheims. Síðan er talað um Samgönguminjasafnið og að lokum Grafarkirkju sem má telja til elstu húsa sem enn standa á Íslandi.

Á listanum er að finna fleiri bæi en Hofsós því Djúpivogur kemur næstur á eftir, svo Grímsey, Flateyri, Dalvík, Hveragerði, Ísafjörður, Húsavík, Höfn og að lokum Akureyri í því tíunda. Allt eru þetta fallegir bæir og þorp sem eiga skilið að vera á lista yfir fallega og áhugaverða staði til að heimsækja á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir