Hólahátíð um helgina

Hólar í Hjaltadal í júlí 2022. Mynd: PF.
Hólar í Hjaltadal í júlí 2022. Mynd: PF.

Hin árlega Hólahátíð fer fram um næstu helgi þar sem ýmislegt verður á dagskránni. Byrjað verður á pílagrímagöngu frá Gröf á Höfðaströnd og heim að Hólum á laugardagsmorgni en boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fram á sunnudageftirmiðdegi. Meðal dagskrárliða mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja sr. Gísla Gunnarsson til embættis vígslubiskups í Hólaumdæmi.

Dagskráin er eftirfarandi:

Laugardagurinn 13. ágúst
Pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum.
Lagt af stað frá Gröf kl. 9:00. Komið heim að Hólum kl. 16:00
Kl. 16:00 Endurnýjun skírnarinnar og altarisganga í Hóladómkirkju.
Kl. 18:00 Samkoma í Hóladómkirkju.

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum flytur hátíðarræðu.
Brjánn Ingason og Bryndís Björgvinsdóttir leika á fagott og selló.
Ávarp flytur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum.
Kl. 19:00 Kvöldverður á Kaffi Hólar í boði Hólanefndar.

Sunnudagurinn 14. ágúst
Kl. 11:00 Tónleikar í Hóladómkirkju.
Brjánn Ingason og Bryndís Björgvinsdóttir leika á fagott og selló.
Kl. 12:00 Hádegisverður á Kaffi Hólar.
Kl. 14:00 Biskupsvígsla í Hóladómkirkju

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir sr. Gísla Gunnarsson til embættis vígslubiskups í Hólaumdæmi.
Kirkjukórar Glaumbæjarprestakalls og Hóladómkirkju syngja.
Bryndís Björgvinsdóttir og Brjánn Ingason leika á fagott og selló.
Organistar Jóhann Bjarnason og Stefán Gíslason.

Veislukaffi á Kaffi Hólar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir