Hrafnhildur Viðars lætur tímann líða

Hrafnhildur hugsi. MYND AF NETINU
Hrafnhildur hugsi. MYND AF NETINU

Áfram höldum við í að leita til sérfræðinga í að láta tímann líða en ljóst er að margur situr heima þessa dagana, sumir tilneyddir en aðrir af skynsemis sjónarmiðum. Að þessu sinni tökum við hús á Hrafnhildi Viðars á Víðigrundinni á Króknum sem er nú alla jafna með puttann á púlsinum og í takt við tímann. 

Hvað ætli Hrafnhildur sé að bardúsa? „Venjulega er ég að gera neglur og sjá um reikninga og annað hjá Kára pípara (KÞ lagnir), en eins og er er ég heima með Frostrós af því hún er í covid lokun á leikskólanum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „En ég er svo að sjálfsögðu hætt að gera neglur á meðan samkomubann stendur yfir.“

En eyðum ekki mikilvægum mínútum í marklaus mas. Hér eru ráðleggingar Hrafnhildar í tímaeyðslu...

Hvaða tónlist, plötu eða playlista á ég að hlusta á...

1. Hvað sem er með pink! Hún gerir allt betra! 
2. Ed Sheeran – hann vermir hjartað alltaf
3. Jólalög – af því.. Af hverju ekki?!?! 

Hvaða kvikmyndir er nauðsynlegt að horfa á...

1. Harry Potter – þær eru sjö, þannig að þú ert vel settur næstu allavega 14 klukkutímana.
2. Lord of the Rings (extended trilogy) — þrjár mjög langar og sjúklega góðar myndir.
3. The Hobbit Trilogy – aðrar þrjár mjög langar og hrikalega góðar! 

Hvaða poddköstum mælirðu með...

1. Crime junkies 
2. Mystería
3. Fagurkerar 

Bækur sem þú mælir með...

1. Bak við luktar dyr 
2. Ég man þig 
3. Dýragarðsbörnin

Hvað þáttaraðir eru fínar í hámhorfið...

1. The Blacklist 
2. Survivor
3. Stranger Things 

 Öpp  sem gleðja...

1. Storytel 
2. Tic tok 
3. Instagram

Hvað væri fínt að hafa á kantinum...

1. Bjór 
2. Kallinn
3. Stórt púsl og góða tónlist 
Þetta þrennt eftir að gormarnir eru komnir í háttinn gerir gott mót! 

Einhver skilaboð að lokum? Mundu að halda í húmorinn! Reyndu að nota gamla en nýlega trendaða orðið „fordæmalaust” eins oft og mikið og mögulegt er, jafnvel reyna að nota það í samhengi sem ekki hefur verið nota áður… gæti verið snúið og gæti haldið þér uppteknum í allavega korter. Mundu að það er alltaf einhver sem á fleiri börn en þú, og er föst/fastur heima með þau alveg eins og þú. Bakaðu eitthvað – slærð tvær flugur í einu höggi: það er eitthvað að gera með börnunum, og þú átt eitthvað gott að narta í með rauðvíninu þegar gormarnir eru loksins sofnaðir! Haltu í geðheilsuna! Svo ég vitni nú í gamlan góðvin minn Abraham Lincoln: This too shall pass!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir