Hrossablót Hótels Varmahlíðar
Hið árlega og rómaða Hrossablót Hótels Varmahlíðar verður haldið næstkomandi laugardagskvöld og hefst klukkan 19:00. Boðið verður upp á dýrindis fimm rétta veislu þar sem hrossakjötið verður í aðalhlutverki. Það er Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistari á Spírunni, sem lætur til sín taka í eldhúsinu þetta kvöld.
Veislustjórn verður í höndum Gunnars Sandholt og ræðumaður kvöldsins verður Hinrik Már Jónsson. Tónlistarfólkið Þórhildur Örvarsdóttir og Skúli Gautason syngja um hross milli rétta. Borðapantanir eru í síma 453-8170 eða á info@varmahlid.is og er miðaverð krónur 8.500.-
