HSN á Blönduósi fær höfðinglega gjöf

Frá afhendingu gjafarinnar. Mynd: huni.is
Frá afhendingu gjafarinnar. Mynd: huni.is
Á dögunum barst Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi vegleg peningagjöf að upphæð 300.000 kr. til minningar um Helgu Lárusdóttur sem hefði orðið 95 ára í dag, 14. apríl, en hún lést í september á síðasta ári. Það var dóttir Helgu, 

Ragnhildur Helgadóttir, sem afhenti gjöfina.


Síðustu átta ár ævi sinnar bjó Helga á Heilbrigðisstofnuninni og segir Ragnhildur í samtali við Húnahornið að st

ofnunin sé henni afar kær, þar hafi hún eignast öll sín fjögur börn og m.a. verið skorin upp við botnlanganum, sex ára gömul, af Páli Kolka lækni árið 1956, árið sem eldri hluti hússins var tekinn í notkun. 

„Mér finnst Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi vera hjartað í bænum mínum og finnst nauðsynlegt að hlúa vel að henni og öllu sem þar fer fram," sagði Ragnhildur ennfremur. 

 

Á myndinni eru Guðmundur Finnbogason, Ásdís Arinbjarnardóttir, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Kári Kárason og Helga Sigurjónsdóttir.

Fleiri fréttir