HSN á Blönduósi fær höfðinglega gjöf
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.04.2017
kl. 22.20
Á dögunum barst Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi vegleg peningagjöf að upphæð 300.000 kr. til minningar um Helgu Lárusdóttur sem hefði orðið 95 ára í dag, 14. apríl, en hún lést í september á síðasta ári. Það var dóttir Helgu,
Ragnhildur Helgadóttir, sem afhenti gjöfina.
Síðustu átta ár ævi sinnar bjó Helga á Heilbrigðisstofnuninni og segir Ragnhildur í samtali við Húnahornið að st
„Mér finnst Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi vera hjartað í bænum mínum og finnst nauðsynlegt að hlúa vel að henni og öllu sem þar fer fram," sagði Ragnhildur ennfremur.
Á myndinni eru Guðmundur Finnbogason, Ásdís Arinbjarnardóttir, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Kári Kárason og Helga Sigurjónsdóttir.