Húnavakan á næsta leiti

Nú styttist í Húnavökuna á Blönduósi sem hefst í lok næstu viku en þar verður ýmislegt í boði. Búið er að birta dagskrána sem hægt er að nálgast HÉR. Samkvæmt Húna.is hét hátíðin áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga.

Á Húna.is segir: „Húnavökuhátíðin hér áður fyrr var haldin áratugum saman á útmánuðum og því tengd árstíðarskiptunum. Húnavakan, sem stóð yfir í viku, ávann sér fastan sess í hugum Húnvetninga og annarra sem mjög vel heppnuð hátíð og margir gestir úr nærliggjandi héruðum komu til að njóta hennar með heimamönnum. Dansleikir voru mörg kvöld vikunnar, ásamt leiksýningum og allskonar uppákomum. Sjónleikir, kvikmyndasýningar, skemmtiþættir, hagyrðingakvöld, myndlistasýningar, mælskukeppni, spurningaþættir og fleira gladdi húnvetnsk hjörtu hér á árum áður. En nú er öldin önnur, tímarnir breytast og mennirnir með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir