Hús Frítímans fær rekstraleyfi fyrir veitingastað
feykir.is
Skagafjörður
01.07.2010
kl. 11.05
Nýkjörin Skipulags og byggingarnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti erindi frá Ivano Tasin fyrir hönd Frístundasviðs um rekstrarleyfi í flokki 1 fyrir veitingastað í Húsi Frítímans. Ekki eru þó hugmyndin að setja upp veitingastað í húsinu heldur eiga þann möguleika að geta leigt salinn út fyrir einkasamkvæmi.
-Við þurfum samkvæmt lögum að sækja þetta leyfi til þess að geta leigt salinn út en það verður þó ekki gert nema viðkomandi hafi áður reynt að fá aðra sali á leigu því við erum ekki að fara í samkeppni við einkaaðila, segir Ivano Tasin fortöðumaður Húss frítímans aðspurður um málið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.