Húsnæði Jarðgerðar auglýst til sölu
Byggðastofnun hefur auglýst til sölu húsnæði sem áður hýsti Jarðgerð ehf. á Sauðárkróki. Um er að ræða 689,9 m2 mjög gott iðnaðarhúsnæði á Gránumóum, Sauðárkróki, byggt árið 2007.
Húsið er fullbúið tækjum til moltugerðar sem geta fylgt húsinu ef óskað er en seljast einnig sér. Einfalt er að breyta húsnæðinu fyrir annarskonar starfsemi.
Jarðgerð átti að taka á móti lífrænum úrgangi úr sorp Skagfirðinga og Skagfirskra fyrirtækja og var fyrirtækið í eigu Flokku, KS Kjötafurðarstöðvar, Fisk Seafood og fleiri aðila. Jarðferð fór í þrot fyrr á árinu.
Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 15.september 2010
Samkvæmt auglýsingu frá Byggðastofnun áskilur stofnunin sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.