Húsnæðisstuðningur til 15-17 ára nemenda í Sveitarfélaginu Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd hyggst veita sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila ungmenna á aldrinum 15-17 ára sem þurfa að leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili. Þar er átt við herbergi á heimavist eða námsgörðum eða aðra sambærilega aðstöðu á almennum markaði. Ef nemendur deila húsnæði með öðrum getur húsnæðisstuðningur þessi náð til þeirrar leigu enda sé leigusamningur þá gerður við hvern og einn. Gerð er krafa um að leigjandi og leigusali séu ekki nátengdir. Þetta kemur fram á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Húsnæðisstuðningur þessi er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð, þó að hámarki 45.0000 krónur á mánuði. Húsaleigusamningur og staðfesting á námi barns skulu fylgja með umsókn.
Reglur Sveitarfélagsins Skagastrandar um sérstakan húsnæðisstuðning er finna hér.