„Hvað á barnið að heita?" á Byggðasafninu á Reykjum

Mynd: Reykjasafn.is
Mynd: Reykjasafn.is

Næstkomandi sunnudag, þann 15. júlí klukkan 15:00, verður sýningin „Hvað á barnið að heita?" opnuð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði. 

Sýningin byggir á handgerðum skírnarkjólum, saumuðum af konum í byggðarlaginu, og skírnar- og nafnakjólum Berglindar Birgisdóttur klæðskera sem hún saumar upp úr gömlum og úrsérgengnum textíl. Einnig er fjölbreytileiki íslenskra mannanafna settur fram í áhugavert samhengi við skírnarkjólana. Sýningastjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. 

„Verið hjartanlega velkomin. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á kaffi og kleinur að hætti safnsins. Við viljum einnig benda ykkur á nýja útisýningu safnsins sem fjallar um hernámsárin í Hrútafirði," segir í fréttatilkynningu frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir