Hvatarmenn á góðri siglingu
Hvatarmenn hafa verið á góðri siglingu í 2. deild karla í knattspyrnu en í gærkvöld tóku Hvatarmenn á móti leikmönnum Hamars frá Hveragerði. Til þess að gera langa sögu stuttu þá lauk leiknum með 6 mörkum heimamanna gegn tveim mörkum gestanna.
Hvatarmenn opnuðu markareikning sinn eftir aðeins tveggja mínútna leik með glæsilegu marki frá Muamer Sadikovic. Gissur Jónasson fylgdi markinu eftir á áttundu mínútu og staða heimamanna orðin 2 - 0. Mörkin í leiknum urðu sem áður segir átta.
Mörk Hvatar skoruðu þeir Muamer Sadikovic, Gissur Jónasson, Jónas Guðmannsson, Egill Björnsson, Benjamín Gunnlaugarson og Eyjólfur Eyjólfsson en mörk gestanna skoraði Jón Kári Eldon.
