Hvers vegna Pride?

Morgan Breaks sýningarstjóri. AÐSEND MYND
Morgan Breaks sýningarstjóri. AÐSEND MYND

Listasýningin „Hvers vegna Pride?“ opnar á Blönduósi – list, samfélag og fjölbreytileiki í forgrunni. Hillebrandtshús í gamla bænum á Blönduósi verður vettvangur litríkra verka þegar listasýningin Hvers vegna Pride? opnar föstudaginn 15. ágúst kl. 16:00. Sýningin stendur til 30. ágúst og verður opin alla daga frá 16:00 til 18:30. Aðgangur er ókeypis.

Gestir fá tækifæri til að fræðast meira um Pride, uppruna þess og mikilvægi þess að fagna hinsegin menningu – ekki síst í smærri samfélögum. Jafnframt verða til sýnis verk listafólks úr héraðinu, sem endurspegla ólíkar nálganir og persónulega sýn á þema sýningarinnar.

„Pride snýst ekki bara um hátíðahöld í stærstu bæjum landsins – það er líka loforð um að hvert einasta samfélag, sama hversu fámenn eða afskekkt, sé öruggt og opið fyrir alla,“ segir sýningarstjórinn, Morgan Bresko. „Með þessari sýningu viljum við skapa vettvang fyrir samtal, skilning og stuðning.“

Boðið verður upp á léttar veitingar á opnunardeginum, föstudaginn 15. ágúst.

Sýningin Hvers vegna Pride? verður haldin í Hillebrandtshúsi í gamla bænum á Blönduósi dagana 15.–30. ágúst 2025 og verður opin alla daga frá kl. 16:00 til 18:30 með ókeypis aðgangi.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir