Hvöt sækir Vesturbæinga heim á morgun

Baráttan heldur áfram hjá Hvöt um helgina en liðið sækir lið KV sem er knattspyrnufélag Vesturbæjar Reykjavíkur og fer leikurinn fram á KR vellinum á morgun kl. 14:00.

Hvöt er nú í 6. sæti með 27 stig þegar fjórir leikir eru eftir í 2. deildinni en með sigri getur það skotist upp í það 5. svo framarlega ef Reynir Sandgerði tapar sínum leik á móti Völsungi sem hefur 31 stig í 4. sæti deildarinnar.

KV hvílir á botni deildarinnar með 7 stig og ætti að verða lítil fyrirstaða Hvatarmanna en samkvæmt heimasíðu þeirra http://fckv.com  er síðasta æfing fyrir leik kl. 18:30 í dag. Látið er að því liggja að mæting liðsmanna á æfingar hafi verið heldur dræm undanfarið og sagt að það sé ekki í lagi að menn mæti bara á síðustu æfingu fyrir leik eða ætli sér bara að mæta í leiki.

Stuðningsmenn Hvatar eru hvattir til að mæta á KR völlinn á morgun og styðja við bakið á strákunum.

  • Næstu leikir Hvatar eru:
  • Lau 4. september kl. 14:00 Hvöt - KS/Leiftur Blönduósvöllur
  • Lau 11. september kl. 14:00 Afturelding - Hvöt Varmárvöllur
  • Lau 18. september kl. 14:00 Hvöt - Völsungur Blönduósvöllur

Staðan í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir:

Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur Ó. 18 14 4 0 45 - 15 +30 46
2.    BÍ/Bolungarvík 18 13 2 3 41 - 15 +26 41
3.    Höttur 18 10 2 6 33 - 24 +9 32
4.    Völsungur 18 9 4 5 29 - 23 +6 31
5.    Reynir S. 19 8 4 7 38 - 31 +7 28
6.    Hvöt 18 8 3 7 26 - 29 -3 27
7.    KS/Leiftur 18 6 5 7 34 - 38 -4 23
8.    Afturelding 19 6 5 8 29 - 36 -7 23
9.    Hamar 18 6 2 10 19 - 39 -20 20
10.    ÍH 18 5 1 12 18 - 31 -13 16
11.    Víðir 18 5 0 13 26 - 31 -5 15
12.    KV 18 1 4 13 15 - 41 -26 7

Tafla fengin hjá Fótbolta.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir