Innritun stendur yfir í Tónlistarskóla Skagafjarðar

Tónlistarskóli Skagafjarðar minnir á að innritun fyrir næsta skólaár stendur yfir, innritað verður í gegnum „íbúagátt“ sveitafélagsins á vefslóð þess www.skagafjordur.is                                                                                                                                                                              

Athygli skal vakin á því að þeir nemendur sem stunduðu nám í fyrra og vilja  halda áfram námi í vetur þurfa að sækja um skólavist fyrir þetta skólaár.

Síðasti dagur til að skila inn umsókn er 7. sept.

Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu og nettengingu eða eru  ekki með lögheimili í  Sveitafélaginu Skagafjörður geta fengið umsóknareyðublöð í tónlistarskólunum eða á heimasíðu skólans tonlistarskoli.skagafjordur.is og geta þannig skráð sig í skólann.

 Til útskýringa er leiðin á íbúagátt eftirfarandi:

  1. Tengjast www.skagafjordur.is
  2. Farið inn á íbúagátt vinstra megin á heimasíðunni.
  3. Þá kemur íbúagátt opnuð og þú smellir á „smelltu hér til að tengjast íbúagátt“
  4. Farðu inn á nýskráning hægra megin og gefðu upp það sem beðið er um, þá færðu sent lykilorð í einkabankann þinn eða getur fengið lykilorð á skrifstofu sveitafélagsins í síma 455-6000
  5. Þegar það er búið er hægt að fara í Innskráning og setja kennitölu og lykilorð.

Þá koma upp nokkrir valhnappar, þú smellir á umsóknir.

Þegar sótt er um skólavist skal gefa allar upplýsingar sem beðið er um. Þeir nemendur sem flokkast undir almenna deild geta aðeins fengið hálfa kennslu, þeir sem flokkast undir áfangadeild hafa lokið 1. stigi og eiga rétt á heilli kennslu.

Kennsla hefst mánudaginn 30. ágúst.

Frekari upplýsingar veita skólastjórnendur: Sveinn í síma: 453-5790 og 8494092, Stefán í síma: 453-8819 og 899-6295 og Anna í síma: 453-7438 og 8937438

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir