Ísbað er rosalega svalt á svo marga vegu

Róbert Daníel kallar ekki allt ömmu sína. Kannski er hann bara að kæla sig aðeins niður eftir að hans menn komust á toppinn í ensku í gær. MYND: Erna Björg Jónmundsdóttir
Róbert Daníel kallar ekki allt ömmu sína. Kannski er hann bara að kæla sig aðeins niður eftir að hans menn komust á toppinn í ensku í gær. MYND: Erna Björg Jónmundsdóttir

Eins og Feykir sagði frá fyrr í dag þá biðla Skagafjarðarveitur til fólks að sleppa heitu pottunum nú í kuldakastinu. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson baðar sig reyndar ekki upp úr skagfirsku vatni en hann er svalur á því og skellti sér í ísbað í gaddinum. „Ein besta fjárfesting og fíkn sem ég hef komist í, maður verður algjörlega háður því að vera SVALUR,“ segir hann í færslu á Facebook.

Kannski hugnast svona bað ekki öllum en í kommentum segir Róbert Daníel:„ Áhrif kulda (kaldir pottar): Æðasamdráttur. Minnka bólgur. Virkja andoxunarensím. Efla ónæmiskerfið með fjölgun hvítra blóðkorna. Aukin efnaskipti með myndun brúnnar fitu. Aukið dópamín og endorfín (gleði hormón). Aukið PGC-1 alfa sem er prótein sem stuðlar að fjölgun hvatbera. Hiti og kuldi sennilega ein besta passífa endurheimt sem hægt er að nýta sér.“ Hann bætir við að ísbaðið sé gott við lélegum efnaskiptum, gigt, liðagigt, svefnleysi og lélegu blóðflæði (kaldar hendur eða fætur, kulsækni).

Það eru ekki allir að kaupa þetta og einn vinur Róbert bendir honum á að svona aðstæður séu bara fyrir bjórdósir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir