Íslandsmeistarar kvenna æfa á Blönduósi
Valur Íslandsmeistari í handknattleik kvenna mun æfa í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi helgina 20.-21. ágúst n.k. Æfingaferðin er liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópukeppni liðsins en liðið mun mæta Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í fyrstu umferð EHF keppninar.
Valur mætir Iuventa Michalovce fyrstu og aðra helgi í september og á samkvæmt drættinum heimaleikinn á undan. Sigurvegarinn í þessari rimmu mætir svo þýska stórliðinu Oldenburg í annarri umferð.
/Blönduós.is