Íslenski safnadagurinn á sunnudag
Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudag en að því tilefni munu söfn víðs vegar um landið bjóða gestum og gangandi að kynna sér starfsemi íslenskra safna.
Í Minjahúsinu á Sauðárkróki mun Náttúrustofa Norðurlands vestra bjóða upp á erindi um hvítabirni, kl. 14.
Í Glaumbæ verður gleðskapur í baðstofunni og strokkað smjör í búrinu í tilefni dagsins, milli 14 og 16. Velunnarar búvélabyltingarinnar standa fyrir hópakstri á gömlum og glansandi dráttarvélum þennan dag og verða þær til sýnis í Glaumbæ á sama tíma. Þeir leggja af stað frá Stóru-Gröf kl. 13 undir forystu Sigmars Jóhannsson frá Lindarbæ. Landbúnaðarráðherra ætlar að rifja upp gamla takta á Ferguson og margir fleiri verða með í för.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.