Íþróttamót grunnskólanna í Húnavatnssýslum
Fimmtudaginn 2. mars var á haldið í Húnavallaskóla hið árlega íþróttamót grunnskólanna í Húnavatnssýslum. Á þessu móti koma saman nemendur í 7.-10. bekk í Grunnskóla Húnaþings vestra, Grunnskólanum á Blönduósi, Húnavallaskóla og Höfðaskóla á Skagaströnd.
Nágrannaskólarnir mættu á staðinn klukkan 15:30 og hófst keppnin klukkan 16:00. Hart var barist og var kappið á tímabili svo mikið að sumum fannst nóg um. Húnavallaskóli fór með sigur af hólmi með 17,5 stig, í öðru sæti varð Grunnskóli Húnaþings vestra með 16 stig, í þriðja sæti Grunnskólinn á Blönduósi með 15,5 stig og í fjórða sæti Höfðaskóli með 15 stig.
Hátíðinni lauk síðan með sameiginlegu diskóteki og stóð fjörið til klukkan 22:00. Við óskum okkar krökkum hjartanlega til hamingju með sigurinn og eru þau vel að honum komin.
Í dag, föstudaginn 3. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí og lýkur honum með danssýningu en hún er lokapunktur danskennslunnar sem staðið hefur yfir alla síðustu viku og hefst hún klukkan 13:00. Rétt er að taka fram að vegna námskeiðahalds fyrir starfsfólk skóla og skólabílstjóra þá framlengist páskafrí nemenda um einn dag og eiga þeir að mæta í skólann fimmtudaginn 16. apríl á venjulegum tíma samkvæmt stundaskrá.
/Húnavallaskóli