Já, NEI!!!

Margt hefur í gegnum tíðina farið í gegnum skilningarvit Fröken Fabjúlöss þegar kemur að tískustraumum og líklega rétt rúmlega helmingur af því sem hefur dottið inn í "ertiggjaðdjóka" kategoríuna, en nú hefur Frk. Fab dottið niður á nokkuð sem hefur gert hana gjörsamlega orðlausa (gerist einusinni á bláu tungli) og sem útheimtir algjörlega nýja kategoríu: "Aldrei-nei-stopp-sjónhimnumeiðandi!!!"

Það sem gerir Fröken Fabjúlöss svona rasandi bit er nýjasta naglatrendið; Duck feet nails eða andafótaneglur eins og það brúkast upp á hið ylhýra... HVAÐ ER AÐ FRÉTTA???? Ekki það að Fröken Fabjúlöss ætli að fara að gera lítið úr smekk hvers og eins, en þetta er eitthvað sem er ekki að falla í kramið hér í höfuðstöðvum Fab heimsveldisins! Fegurðargildið er algjörlega í lágmarki (aftur, persónulegur smekkur Frk. Fab) og einhvernveginn sér Fröken Fabjúlöss ekki hvernig hægt er að fúnkera almennilega í hinu daglega lífi með skóflulaga neglur framan á fingrunum, nógu erfitt er það nú samt þegar venjulegu neglurnar eru komnar í yfirstærð!

En einhverjum hlýtur að finnast þetta fallegt og tekur Fröken Fabjúlöss ofan fyrir þeim!

Fleiri fréttir