Jarðgerð gjaldþrota lífrænn úrgangur til Akureyrar
feykir.is
Skagafjörður
10.05.2010
kl. 10.23
Umhverfisnefnd Skagafjarðar hefur ákveðið vegna tímabundinnar stöðu jarðgerðarinar á Sauðárkróki að semja við Flokkun ehf á Akureyri um móttöku á lífrænum úrgangi.
Jarðgerð efh. var í eigu Kjötafurðastöðvar KS, Fisk, Flokku og Sveitarfélagsins Skagafjarðar en fyrirtækið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Aðalskuldunautur Jarðgerðar er Byggðastofnun en lán Jarðgerðar var í jenum og hafa skuldir fyrirtækisins þrefaldast á sama tíma og ekki hefur komið jafn mikið inn af hráefni og rektaráætlanir gerðu ráð fyrir. Skiptastjóri þrotabúsins er Stefán Ólafsson á Blönduósi.