Jólaljós tendruð jólatrénu á Kirkjutorgi
Það verður sannkölluð jólastemning á Sauðárkróki á morgun laugardaginn 1. desember þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl. 15:30. Skólakór Árskóla stígur á stokk og syngur jólalög undir stjórn Írisar Baldvinsdóttur en Rögnvaldur Valbergsson annast undirleik og sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar, Ásta Björg Pálmadóttir flytur hátíðarávarp. Að sjálfsögðu þjófstarta jólasveinarnir en von er á þeim í heimsókn og hafa eflaust eitthvað í pokahorninu.
Dansað verður í kringum jólatréð og sungin jólalög en tréð er gjöf frá Kongsberg í Noregi, vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Aðventustemning verður í gamla bænum og nágrenni og er af ýmsu að taka en af því tilefni verður aðalgötu lokað fyrir bílaumferð frá Kambastíg og að Skagfirðingabraut við Skólastíg frá kl. 14-17.
Sjá nánar HÉR.
Búið er að setja upp vefmyndavélar við Kirkjutorg á Sauðárkróki þannig að brottfluttum Skagfirðingum og öðrum sem ekki eiga heimangengt gefst kostur á að fylgjast með tendrun jólaljósanna. Sjá HÉR
Til gamans er hér fyrir neðan rifjuð upp aðventustemning frá árinu 2009 en þá var Sigurður Sveinsson frá Hjallalandi með upptökuvél og sést vel á vídeóinu hve mikill munur er á snjóalögum þá og nú.
http://www.youtube.com/watch?v=Uz1_ClDBfjI
