Jólatónleikar í Hóladómkirkju

Þriðjudaginn 30. desember kl. 20.30 bjóða Skagfirski Kammerkórinn og Kirkjukór Hóladómkirkju til jólatónleika í Hóladómkirkju. Saman og sitt í hvoru lagi syngja kórarnir aðventu og jólalög. Stjórnendur eru Helga Rós Indriðadóttir og Jóhann Bjarnason.

Hugvekju flytur Sigríður Garðarsdóttir. Kaffi/te og smákökur Undir Byrðunni að tónleikunum loknum.

/fréttatilkynning

Fleiri fréttir