Kannabisræktun á Skagaströnd

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi á Skagaströnd í gær. Húsleit var gerð að fenginni heimild og fannst þá ræktunin auk tækja til framleiðslu á landa. Þá var lagt hald á tunnur með gambra. Eins var lagt hald á önnur efni sem send verða til greiningar.

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að íbúi í húsinu hafi játað eign sína á efnunum og ræktuninni og var hann handtekinn. Í aðgerðunum naut lögreglan aðstoðar leitarhunds.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir