Karl Berndsen, Bakkabræður og djammdrottningin Hildur Líf í Bifröst

Stílistinn Karl Berndsen hefur sést á Sauðárkróki undanfarna daga þar sem hann hefur aðstoðað hina sögufrægu Bakkabræður við að finna sér ráðskonu. Bakkabræður eru alltaf sömu sauðirnir og því hefur konuleitin ekki gengið neitt sérlega vel, segir í frétt um leiksýningu sjöundu bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki á Rúv.is

Soffía frænka úr Kardimommubæ og djammdrottningin Hildur Líf og fleiri er á meðal þeirra persóna sem bregða fyrir á sviðinu í félagsheimilinu Bifröst .

Sýningar hófust í gær, miðvikudaginn 7. mars og verða þrjár sýningar í dag: kl. 14, 17 og 20. Miðaverð er 500 kr. fyrir börn á leikskólaaldri, 1000 kr. fyrir grunnskólanemendur og 1500 kr. fyrir fullorðna. Miðasala fer fram á milli kl. 14-20 í Bifröst en einnig er hægt að panta miða í síma 453 5216.

Hér er myndband frá leiksýningunni sem birt var á Rúv.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir